Miðborgar paradís
Skuggi Hótel er mjög vel staðsett í efri hluta miðborgar Reykjavíkur. Það er bókstaflega allt í næsta nágrenni. Barir, veitingahús og næturlíf. Hótelið er við nýuppgerða Hverfisgötuna sem geymir fallegar verslanir og spennandi veitingahús sem margir sækja í. Þá eru Bíó Paradís og Þjóðleikhúsið áfangastaðir sem borgarbúar í miðborgarferð eða landsmenn í höfuðborgarferð sækja gjarnan, í nokkurra mínútna göngufjarlægð.