Skip to main content
Keahotels
Hótelin okkar

Skuggi Hótel

Skuggi Hótel

Koma
Velja dags.
Brottför
Velja dags.
Gestir og stillingar
2 fullorðnir
Leita
Skuggi Hótel er þriggja stjörnu hotel

Hér mætast tímalaus þægindi og hlýjar móttökur á besta stað í Reykjavík. Áreynslulaus hönnun og fallegar myndir, líflegur bar og frábær staðsetning.

HUGMYNDAFRÆÐIN

Miðborgar paradís

Afþreying

Skuggi Hótel er mjög vel staðsett í efri hluta miðborgar Reykjavíkur. Það er bókstaflega allt í næsta nágrenni. Barir, veitingahús og næturlíf. Hótelið er við nýuppgerða Hverfisgötuna sem geymir fallegar verslanir og spennandi veitingahús sem margir sækja í. Þá eru Bíó Paradís og Þjóðleikhúsið áfangastaðir sem borgarbúar í miðborgarferð eða landsmenn í höfuðborgarferð sækja gjarnan, í nokkurra mínútna göngufjarlægð.

Ljósmyndirnar

Ragnar
Axelsson

Hótelið sækir innblástur í margverðlaunaðar ljósmyndir Ragnars Axelssonar, RAX. Svarthvítar myndir hans sem sýna náttúru Íslands og þjóðina sem byggir landið hafa vakið athygli langt út fyrir landssteinana. Myndirnar prýða veggi hótelsins og bækur með ljósmynum RAX eru á herbergjunum. Það gerist ekki meira „beint í æð“.

Allt fyrir matgæðinga

Veitingastaðir

Stór hluti af nýju lífi og útliti er endurnýjun á gömlu strætó stoppustöðinni á Hlemmi. Örfáum skrefum frá Skugga hefur því verið breytt í iðandi matsal – sjálfsagt „fyrsta stopp fyrir matgæðinga“. Íslenskt lambakjöt nuddar sér með ekta víetnömskum götumat, suður-amerískt taco, ítalskt gelato og fleira, í skemmtilegu og óformlegu umhverfi. Þú þarft ekki að panta borð.