Hjarta Siglufjarðar
Bærinn óx upp í kringum síldariðnaðinn sem var mjög öflugur á fjórða og fimmta áratugnum. Þjónusta við ferðamenn hefur aukist á undanförnum árum og er kappkostað að taka vel á móti gestum bæjarins. Siglufjörður hefur upp á margt að bjóða sem vert er að skoða og njóta. Má þar sem dæmi nefna stórbrotin fjöllin og fegurð náttúrunnar. Stuttar gönguleiðir upp á fjöll eða í bænum. Gaman er að skoða Síldaminjasafnið, sem án efa er eitt af áhugaverðustu söfnum landsins.