Suðurströnd Íslands
Suðurströnd Íslands geymir margar af helstu náttúruperlum Íslands. Hótel Katla er því vel staðsett fyrir þá sem sækja Suðurland heim. Fossar, svartur sandur, jöklar og stórbrotin fjöll. Allt innan seilingar frá Vík í Mýrdal þar sem hótelið hvílir undir hlíðinni.
Reynisfjara
Aðdráttarafl hinna svörtu sanda er magnað. Þegar hvítar öldurnar berja á sandinum skapast falleg augnablik sem snertir við flestum. Reynisfjara er fullkominn áfangastaður á ferð um Suðurland til að sjá þessi ólíku efni mætast.