Skip to main content
Keahotels
Hótelin okkar

Apótek Hótel

Apótek Hótel

Koma
Velja dags.
Brottför
Velja dags.
Gestir og stillingar
2 fullorðnir
Leita
Apótek Hótel er fjögurra stjörnu hotel
  • 45 herbergi
  • Veitingastaður & bar
  • Þráðlaust net

Glæsilegt 4 stjörnu boutique hótel með stóra sál í hjarta Reykjavíkur. Staðsett í sögufrægu stórhýsi Reykjavíkurapóteks eftir Guðjón Samúelsson. Höggmyndir Guðmundar frá Miðdal sýna augljósan stórhug húsbyggjandans.

HUGMYNDAFRÆÐIN

Hjarta Reykjavíkur

Reykjavíkurapótek á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis hefur verið í miðju borgarinnar í yfir heila öld. Þetta fyrsta stórhýsi Reykjavíkur sló nýjan tón þegar það var byggt og hefur síðan staðið mitt í hringiðunni og þjónað ólíkum hlutverkum. Nú geymir það nútímaleg hótelbergergi bak við fallega ásýndina sem ber tíma sínum og hönnuði fagurt vitni. Apótek tekur vel á móti gestum í hjarta miðborgarinnar.

Arkitektinn

Guðjón Samúelsson sló rækilega í gegn þegar hann teiknaði Reykjavíkurapótek. Í kjölfarið var hann ráðinn húsameistari ríkisins.

Veitingastaðurinn

Á jarðhæð hótelsins er vinsæll veitingastaður og bar, Apótekið, þar sem íbúar borgarinnar mæta gestum hennar yfir máltíð eða drykk við hæfi. Stórir gluggarnir færa þeim sem inni sitja götulífið beint í æð.