Hjarta Reykjavíkur
Reykjavíkurapótek á horni Pósthússtrætis og Austurstrætis hefur verið í miðju borgarinnar í yfir heila öld. Þetta fyrsta stórhýsi Reykjavíkur sló nýjan tón þegar það var byggt og hefur síðan staðið mitt í hringiðunni og þjónað ólíkum hlutverkum. Nú geymir það nútímaleg hótelbergergi bak við fallega ásýndina sem ber tíma sínum og hönnuði fagurt vitni. Apótek tekur vel á móti gestum í hjarta miðborgarinnar.