Hótelið
Laugardalur
Í Laugardalnum kennir ýmissa grasa, bókstaflega. Þar er til dæmis Grasagarðurinn, hvar þú getur gengið um og andað að þér ilminum frá bæði framandi og kunnulegum plöntum. Þér á eftir að líða eins og í útlöndum. Þá eru í Laugardalnum fleiri útivistarmöguleikar, leikvellir, tún og stígar, auk þess að hýsa auðvitað sjálfa Laugardalslaugina; stærstu sundlaug landsins.