Hjarta Reykjavíkur
Hótel Borg er einskonar stofnun eða aðdráttarafl í sjálfu sér. Fallegt húsið og Art Deco-innréttingar, sagan og glæsileiki þessa fyrsta alvöru borgarhótels hafa verið uppspretta ótal minninga Íslendinga og gesta þeirra í næstum öld. Og sagan er sannarlega ótrúleg. Glímukappa sem kemst í álnir í hringleikahúsum Vesturheims dreymir um alvöru hótel heima á Íslandi. Draumur sem varð að veruleika og hefur síðan hýst þjóðhöfðingja, ráðamenn, kvikmyndastjörnur, nýgift pör og virðuglega ferðamenn.