Skip to main content
Keahotels
Hótelin okkar

Hótel Borg

Hótel Borg

Koma
Velja dags.
Brottför
Velja dags.
Gestir og stillingar
2 fullorðnir
Leita
Hótel Borg er fjögurra stjörnu hotel
  • 99 herbergi
  • Veitingastaður & bar
  • Ráðstefnu– & fundaaðstaða
  • Spa og heilsurækt
  • Þráðlaust net

Á Borginni hverfast saman framúrskarandi þjónusta, fullkomin staðsetning og aðstaða sem er í senn þægileg og virðuleg. Að gista á Hótel Borg er upplifun sem þú gleymir seint.

HUGMYNDAFRÆÐIN

Hjarta Reykjavíkur

Hótel Borg er einskonar stofnun eða aðdráttarafl í sjálfu sér. Fallegt húsið og Art Deco-innréttingar, sagan og glæsileiki þessa fyrsta alvöru borgarhótels hafa verið uppspretta ótal minninga Íslendinga og gesta þeirra í næstum öld. Og sagan er sannarlega ótrúleg. Glímukappa sem kemst í álnir í hringleikahúsum Vesturheims dreymir um alvöru hótel heima á Íslandi. Draumur sem varð að veruleika og hefur síðan hýst þjóðhöfðingja, ráðamenn, kvikmyndastjörnur, nýgift pör og virðuglega ferðamenn.

Hótelið

Með glæsilegri framhlið sinni og Art Deco innréttingum er Hótel Borg kennileiti í Reykjavík. Staða þess sem fyrsta og frægasta lúxushótels á Íslandi hefur staðið í næstum heila öld. Það var sýn glímukappans Jóhannesar Jósefssonar, sem þénaði vel sem sirkusleikari í Ameríku, þar sem draumur hans um að búa til lúxushótel á Íslandi varð til. Frá því var lokið árið 1930 hefur það verið segull fyrir alla, allt frá þjóðhöfðingjum til hinna frægu og glæsilegu, fléttast inn í íslenska sögu í leiðinni. Fortíðarsögur lifa áfram í veggjum þess enda er hún enn ímynd vanmetrar fágunar.

Austurvöllur

Hótel Borg hefur fylgst með lífi og starfi landsmanna og gesta á Austurvelli í nærri heila öld. Geri aðrir betur. Líkt og Austuvöllur gefur hótelinu virðulegan blæ bætir hótelbyggingin miklu við húsamynd vallarins. Hér fagnar þjóðið tímamótum í sögunni og sýnir vilja sinn í orði og verki. Hér safnast fólk saman á grasinu á heitum sumardögum og við upphaf aðventu koma börn og fullorðnir hingað og kveikja á jólatré frá vinaborginni Ósló.

Borg Restaurant

Borg Restaurant

Borg Restaurant er nýr veitingastaður, staðsettur á hinu sögufræga Hótel Borg. Með opnun Borg Restaurant heiðrum við og berum virðingu fyrir veitingasögu hússins og reynum að endurspegla hluta fortíðarinnar í okkar daglegu störfum við þjónustu og matreiðslu. Við framreiðum fallega, bragðgóða rétti og notumst við klassískar matreiðsluaðferðir. Við viljum halda áfram að búa til nýjar og góðar minningar á Hótel Borg fyrir alla aðkomandi, viðskiptavini og starfsfólk.