Við notum vafrakökur fyrir betri notendaupplifun.

Skip to main content
Keahotels
Hótelin okkar

Storm Hótel

Storm Hótel

Koma
Velja dags.
Brottför
Velja dags.
Gestir og stillingar
2 fullorðnir
Leita
Storm Hótel er þriggja stjörnu hotel
  • 100 herbergi
  • Morgunverður innifalinn
  • Bar & setustofa
  • Ókeypis bílastæði
  • Þráðlaust net

Aðgengilegt og stílhreint hótel á fullkomnum stað fyrir ferðalanga sem vilja fara á milli iðandi miðborgarinnar og annarra borgarhluta. Íslensk náttúra nýtur sín í nútímalegri hönnun.

HUGMYNDAFRÆÐIN

Falda perlan

Hálffalin á mill háhýsa, lúrir þessi perla eins og friðsæl vin í skarkala mannlífssins. Staðsetningin er aðgengileg á bíl eða með almenningssamgöngum og stutt að fara, hvort heldur sem er til að njóta lífsins á Laugaveginum, skreppa á fund í Borgartúninu eða fara með fjölskylduna í sund.

Íslenskt veðurfar

Skjól

Þetta dramatíska nafn Storm endurspeglar þá staðreynd að þegar kemur að íslensku veðri þá er aldrei að vita hvað er í vændum. Allt frá endalausum sumarhimni, til rigningar eða skyndilegrar snjókomu, þetta er allt hluti af upplifuninni. Stundum á sama degi. Sem betur fer finnurðu hlýjar móttökur hjá okkur hvernig sem veðrið er. Við erum í rauninni skjól fyrir storminum.

Umhverfið

endalausir
möguleikar

Þú getur gengið í allar átti út frá hótelinu okkar. Bæði í miðbæinn og næsta nágrenni.  Sem dæmi þá getur þú leigt rafskútu, fengið þér göngutúr að Sólfarinu, hoppað upp í strætó nú eða farið í ferðir utan höfuðborgarinnar. Bláa lónið, Sky Lagoon, Gullfoss og Geysir, það eru jú endalausir möguleikar. 

Nágrenni

Storm hótel er staðsett í Þórunnartúni við miðbæ Reykjavíkur. Bækistöð þeirra sem vilja vera nálægt viðskiptalífinu í Borgartúni, fjölskyldulífinu í Laugardal og næturlífinu í miðborginni. Frábær aðstaða í á friðsælum stað sem sameinar allt það besta sem borgin býður upp á.

Bjórgarðurinn

Bjórunnendur allra landa sameinist! Bjórgarðurinn er íverustaður ölelskenda sem vilja úrval veiga frá alls konar smábrugghúsum, innanlands sem utan. Fáðu þér nokkra og gæddu þér á ljúffengum réttum sem eiga vel við bjórþamb.

Reykjavík Roasters - Brautarholt

Reykjavík Roasters er ekki bara kaffihús. Það er hugmyndafræði. Sérvaldar kaffibaunir frá flinkum framleiðendum sem bera virðingu fyrir náttúrunni. Velþjálfað starfsfólk sem elskar vinnuna sína. Bragðlaukarnir syngja eftir hvern bolla! Tylltu þér niður á Reykjavík Roasters í Brautarholti, kíktu á tölvupóstinn, rabbaðu við fólkið þitt eða týndu þér í stóra kaffibragðskynskortinu á suðausturveggnum.

Sundhöllin

Sundhöllin sameinar retró stemningu og nútímalega aðstöðu. Það er varla til betri byrjun á degi en að taka sér sundsprett í gömlu innilauginni, eins og þú sért karakter úr Wes Anderson-mynd. Nú eða bara láta líða úr sér í nýlegum andapollinum.

Storm Hótel
Bjórgarðurinn
Reykjavík Roasters - Brautarholt
Sundhöllin